Lög VIR


Almennt


1. Grein
1.1. Félagið heitir VIR og merki þess er
2. Grein
2.1. Aðsetur þess og varnarþing er í Reykjavík.
2.2. Félagsmenn hafa aðgengi að tölvuveri á fyrstu hæð í VR-II sem kallast KirchHofið.
3. Grein
3.1. Reikningsár félagsins er frá lokum aðalfundar til upphafs næsta aðalfundar.
3.2. Reikningum félagsins skal skilað til skoðunarmanna ársreikninga eigi síðar en tveimur sólahringum
fyrir aðalfund.
3.3. Gjaldkeri er ábyrgur fyrir skilum endurskoðaðra reikninga félagsins á aðalfundi.
4. Grein
4.1. VIR er aðili að Félagi verkfræðinema við verkfræðideild Háskóla Íslands.
4.2. Formaður VIR skal sitja fyrir hönd félagsins í stjórn Félags verkfræðinema.
4.3. Gjaldkeri félagsins skal sjá um sameiginlegan sjóð Félags verkfræðinema til jafns við önnur aðildarfélög.
4.4. VIR er aðili í Náttverki, hagsmunafélag Verkfræði og náttúruvísindadeildar.
5. Grein
5.1. Ef starfsemi félagsins leggst niður skulu eignir þess og tæki vera í vörslu deildarforseta rafmagns og tölvuverkfræðideildar þar til félagið verður endurvakið.


Markmið


6. Grein
6.1. Tilgangur félagsins er að stuðla að sem bestri menntun og aðstöðu rafmagns- og tölvuverkfræðinema og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna.
6.2. Auk þess skal félagið stuðla að samheldni félagsmanna og vera leiðandi afl í félagslífi.


Félagar


7. Grein
7.1. Þeir einir eru fullir aðilar að félaginu sem skráðir eru til náms í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands og hafa greitt tilskilið árlegt félagsgjald sem ákvarðað er á aðalfundi félagsins.
7.2. Stjórnarmeðlimir eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda en teljast þó fullgildir meðlimir.
7.3. Fullgildir félagsmenn hafa einir atkvæðisrétt á félags- og aðalfundum auk kjörgengi í stjórn og nefndir.
7.4. Nemendur í verkfræðideild við Háskóla Íslands geta sótt um aukaaðild að VIR.
7.5. Aukaaðild veitir hvorki atkvæðisrétt né kjörgengi á félags- og aðalfundum.
7.6. Til að gæta heilinda félagsins hefur stjórn heimild til að innheimta gjöld af hverjum þeim sem sækir atburði á vegum félagsins án þess að eiga aðild að félaginu.
7.7. Viðkomandi geta þó ekki í neinu tilviki hlotið forgang fram yfir félagsmenn.


Stjórn og fulltrúar


8. Grein
8.1. Stjórn félagsins skal valin á aðalfundi og til eins árs í senn. Stjórnina skipa formaður, gjaldkeri, ritari, skemmtanastjóri og meðstjórnandi. Kjósa skal sérstaklega í þessi embætti og skal kosning vera leynileg.
(8.1.1) Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Hann skal einnig vera fulltrúi rafmagns- og tölvuverkfræðinema á skorar-, deildar- og deildarráðsfundum. Falli formaður frá eða láti af störfum áður en kjörtímabili er lokið skal kjósa nýjan formann með einvígi á milli alþjóðafulltrúanna tveggja. Beri fráfall formanns að með saknæmum hætti ber öðrum félagsmönnum VIR skylda til að hefna háns.
(8.1.2) Gjaldkeri sér um allar fjárreiður félagsins og bókhald. Hann skal jafnframt sjá um sameiginlegan sjóð Félags verkfræðinema til jafns við önnur aðildarfélög þess.
(8.1.3) Ritari skrifar fundargerðir og varðveitir þær. Einnig hefur hann eftirlit með heimasíðu VIR og tölvupósti félagsins. Auk þess gegnir hann störfum formanns, fyrir utan deildarráðsfund, í forföllum hans.
(8.1.4) Skemmtanastjóri sér um vísindaferðir.
(8.1.5) Meðstjórnandi skal taka sæti sitjandi stjórnarmeðlims verði um forföll að ræða. Hann skal inna af hendi öll helstu verk þess meðlims stjórnar sem hann leysir af hólmi.
8.2. Með stjórn starfar upplýsingafulltrúi fyrsta árs nema sem kosinn er á haustfundi. Upplýsingafulltrúi fyrsta árs hefur áheyrnar- og tillögurétt en hafa ekki atkvæðisrétt. Upplýsingafulltrúi fyrsta árs sér um að miðla upplýsingum til nýnema á fyrsta ári.
8.3. Stjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti og með eins dags fyrirvara, ef unnt er.
8.4. Ný stjórn tekur við strax að loknum aðalfundi. Ef einhver af meðlimum stjórnar lætur af störfum skal stjórn félagsins boða til félagsfundar sem halda skal innan 7 daga. Á þeim fundi skal kjósa nýjan stjórnarmeðlim í stað þess sem lætur af störfum.
8.5. Ef einn er í framboði skal hann ná að minnsta kosti helmingi greiddra atkvæða til að ná kjöri. Ef það næst ekki skal nefna til annarra kosninga um það embætti.
9. Grein
9.1. Stjórn félagsins fer með framkvæmdavald félagsins og skal starfa eftir lögum þess. Hún skal eftir megni vinna að hagsmunum félagsmanna og vilja þeirra.
9.2. Ef ágreiningur er innan stjórnarinnar, um einstök málefni, þá ræður meirihluti hennar. Formaður er í oddastöðu ef svo ber undir.
9.3. Stjórn félagsins hefur rétt til þess að veita félagsmanni áminningu ef hegðun hans rýrir orðspor félagsins á einhvern hátt. Stjórnin getur vikið félagsmanni úr félaginu ef honum hefur áður verið veitt áminning.
9.4. Formaður og gjaldkeri félagsins eru ábyrgir fyrir fjárreiðum félagsins.
10. Grein
10.1. Vantraustsyfirlýsing á stjórn félagsins skal berast henni skriflega, undirrituð af minnst 1/5 hluta félagsmanna og skal félagsfundur um hana haldinn innan 7 daga.
10.2. Vantraustsyfirlýsing skoðast samþykkt ef meira en 2/3 hlutar fundarmanna greiða atkvæði með vantrauststillögu á almennum félagsfundi. Ef yfirlýsingin er samþykkt skal kjósa nýja stjórn eins og á aðalfundi.
10.3. Stjórnarmeðlimir geta lýst yfir vantrausti á annan stjórnarmeðlim og skal greitt atkvæði um vantrauststillöguna
á félagsfundi innan 7 daga, með samþykki 2/3 meirihluta greiddra atkvæða.
11. Grein
11.1. Stjórn Félagsins getur boðað til félagsfundar, þegar henni þykir þess þörf. Enn fremur er stjórninni skylt að boða til félagsfundar ef 1/10 hluti félagsmanna óskar þess skriflega og tilgreinir fundarefni.
11.2. Nú hefur stjórn félagsins ekki boðað til fundar innan 7 daga eftir að henni barst krafan og geta þá hlutaðeigandi félagar sjálfir hvatt til fundar.
Einn hagsmunafulltrúa. Hlutverk hagsmunafulltrúa er að halda uppi hagsmunabaráttu rafmagns- og tölvuverkfræðinema í samvinnu við stjórn VIR. Hagsmunafulltrúi skal sitja skorar- og deildarfundi ásamt formanni VIR. Hann skal einnig sitja deildarráðsfundi í fjarveru formanns.
Þrjá fulltrúa í tölvunefnd. Fulltrúar í tölvunefnd hafa umsjón með KirchHofi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í VR-II í samráði við deildarforseta rafmagns- og tölvuverkfræðideildar.
Tvo fulltrúa í smíðanefnd. Fulltrúar í smíðanefnd skulu hafa umsjón með smíðakompu nemenda í VR-III. Ennfremur skulu þeir vera til taks fyrir nemendur VIR sem leita aðstoðar þeirra við smíðaverkefni.
Allir rafmagns- og tölvuverkfræðinemar hafa atkvæðisrétt og kjörgengi við það val á hagsmunafulltrúa, smíðanefnd og tölvunefnd. Skal kjósa í upphafi aðalfundar og að lokinni kosningu skulu nemendur í rafmagns- og tölvuverkfræði sem ekki eru meðlimir VIR víkja af fundi.
Aðalfundur skal einnig kjósa Tvo skoðunarmenn ársreikninga. Skoðunarmenn ársreikninga skulu ekki vera meðlimir í stjórn VIR. Skoðunarmenn ársreikninga skulu yfirfara og staðfesta bókhald félagsins fyrir aðalfund.
Einn markaðs- og kynningarfulltrúa. Markaðs- og kynningarfulltrúi VIR ber ábyrgð á Facebook-síðu VIR, snapchataðgangi VIR og opinberum féttatilkynningum VIR.
Þrjá fulltrúa í vefnefnd sem sér um að halda úti heimasíðum VIR. Vefnefnd er undanþegin félagsgjöldum.
Tvo alþjóðafulltrúa. Hlutverk þeirra er að vera tengiliðir félagsins við alþjóðleg samtök sem sýna áhuga á samstarfi við VIR eða nemendur rafmagns- og tölvuverkfræðideildar, efla tengsl félagsins á alþjóðavísu og vera félaginu til sóma. Þessi alþjóðlegu samtök eru m.a. IAESTE, AIESEC og BEST.
Einn íþróttafulltrúa. Hlutverk hans er að hafa umsjón með íþróttalífi félagsins, sér í lagi að taka þátt í skipulagningu árlegs íþróttamóts verkfræðinema ásamt umsjón með sprikli.
Tvo ljósmyndara félagsins. Ljósmyndarar skulu hafa umsjón með og ábyrgð á myndavél félagsins ásamt því að taka ljósmyndir af viðburðum skólaársins og setja þær jafnóðum inn á heimasíðu félagsins. Ennfremur skulu ljósmyndarar VIR mála portraitmynd af sitjandi formanni VIR. Myndin þarf að vera tilbúin fyrir næsta aðalfund félagsins. Myndirnar skulu a.m.k. vera af stærðinni A4 og hanga innrammaðar upp á vegg í einhverri af þeim kennslustofum sem VIR hefur yfir að ráða. Myndin skal máluð með fínustu gerð af acryl málningu eða olíu málningu, alls ekki þessu ódýra rusli úr Hagkaupum. Myndirnar skulu
málaðar á striga.

Tvo fulltrúa í árshátíðaratriðisnefnd.Fulltrúar í árshátíðaratriðisnefnd skulu annast gerð árshátíðaratriðis fyrir hönd VIR sem sýnt er á árshátíð FV.Atriðið má vera myndband, en hægt er að hafa dans, ljóðalestur eða annarskonar gjörning.Atriðið skal vera vel undirbúið og árshátíðaratriðisnefndin skal gera allt í valdi sínu til að tryggja VIR HÍ-school Musical bikarinn.
Einn bruggmeistara. Bruggmeistarinn skal brugga bjór fyrir aðalfund á hverju ári. Bjórinn skal vera þurrhumlaður (aka þrumlaður) með að lágmarki 100g af humlum. Virturinn þarf að hafa OG að lágmarki 1.05 SG eða 12.3 Plato (þ.e. áfengisprósenta skal vera að lágmarki 5.25%). Bjórinn skal vera í brúnum [gler] flöskum eða á kút. Bruggmeistari VIR skal alltaf vera reiðubúinn að aðstoða meðlimi félagsins um val á vín með mat.
12. Grein
12.1. Formaður VIR er fulltrúi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Náttverki, hagsmunasamtökum nemenda á VON, og skal hann sitja út starfsár stjórnar félagsins.
12.2. Meðstjórnandi VIR skal þá vera varafulltrúi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Náttverki. Í lok starfsárs fulltrúa deildarinnar skal hann kynna starfið fyrir næsta fulltrúa.


Félagsfundir


13. Grein
13.1. Fundir eru lögmætir ef 1/5 hluti félagsmanna sækir þá. Verði fundur ekki lögmætur sökum þess að nógu margir félagar hafa ekki sótt hann, skal boða til nýs fundar innan 7 daga og er sá fundur lögmætur með þeim sem þá mæta.
13.2. Til allra félagsfunda skal boða með auglýsingu með minnst 3 daga fyrirvara. Úrslitum mála á félagsfundum ræður einfaldur meirihluti.
14. Grein
14.1. Félagið fer eftir almennum fundarsköpum.


Aðalfundur


15. Grein
15.1. Aðalfundur hefur æðsta vald í málum félagsins.
15.2. Stjórn félagsins skal boða til aðalfundar með minnst 7 daga fyrirvara.
15.3. Gildandi lög skulu birt með áberandi hætti á heimasíðu sem og á tilkynningartöflum í almannaleið í lærisetri rafmagns- og tölvuverkfræðinema.
15.4. Aðalfundur skal haldinn í síðasta lagi í apríl ár hvert.
15.5.Stjórn fyrra árs skal vera boðuð á aðalfund og hafa umsjón með kosningum, ásamt því að sjá um drykkjukeppni á milli nýju og gömlu stjórnar.


15.6. Dagskrá
• Kosning hagsmunafulltrúa
• Kosning tölvunefndar
• Kosning smíðanefnd
• Lagabreytingar
• Ákvörðun félagsgjalds
• Kosning skoðunarmanna ársreikninga
• Kosning markaðs- og kynningarfulltrúa
• Kosning vefnefndar
• Kosning alþjóðafulltrúa
• Kosning íþróttafulltrúa
• Kosning ljósmyndara
• Kosning myndbandsnefndar
• Kosning bruggmeistara
• Önnur mál
• Skýrsla stjórnar
• Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
• Kosning stjórnar


Nýnemafulltrúi


16. Grein
16.1. Upplýsingafulltrúi fyrsta árs nema skal kosinn á haustfundi eigi síðar en 1. nóvember. Einungis fyrsta árs nemar hafa kosningarétt við val á upplýsingafulltrúa fyrsta árs nema.




Lög VIR


17. Grein
17.1. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breytingar nái fram að ganga.
17.2. Stjórn félagsins hefur rétt til að laga stafsetningu og málfar þessara laga, án innihaldsbreytinga, utan aðalfundar.
17.3. Lagabreytingartillögur sem lagðar eru fyrir aðalfund skulu hafa borist skriflega til stjórnar 48 klukkustundum fyrir fundinn.
17.4. Stjórn félagsins skal tryggja að lögum þessum sé framfylgt.
17.5. Lagabreytingar öðlast þegar gildi.
17.6. Lög þessi skulu vera aðgengileg félagsmönnum.
17.7. Lagabreytingatillögur skulu aðgengilegar félagsmönnum 24 klukkustundum fyrir aðalfund.
18. Grein
18.1. Framboð til stjórnar skulu berast fráfarandi stjórn 48 tímum fyrir aðalfund og þau skulu birt á heimasíðu félagsins 24 tímum fyrir aðalfund ásamt lagabreytingartillögum.
18.2. Ef að ekkert framboð til stjórnarembættis berst fráfarandi stjórn þá skulu fara fram tilnefningar á aðalfundi og kosið skal á milli þeirra sem tilnefningunum taka.
19. Grein
19.1. Bæði auka meðlimir og fullgildir meðlimir VIR hafa aðgang að aðalfundi VIR. Einungis fullgildir meðlimir VIR hafa kosningarétt á aðalfundi.


Annað


20. Grein
20.1. Stjórn félasins skal árlega halda stórt hlaup í boði VIR sem kallast Skammhlaupið. Vegalengdin sem hlaupin skal vera 10-20m og eftir það munu allir detta’íða á Kjallaranum. Sigurvegarinn fær Slots-bikarinn.
21. Grein
21.1. Skíðaferð VIR skal ávallt vera nefnd Púðrið 2kXX þar sem XX eru síðustu tveir tölustafir viðkomandi
árs.